mánudagur, 28. apríl 2008

Gleðilegt sumar og gleðjist gumar því gaman er í dag

Ég er búin að vera að leita að vinnu seinustu daga og gengið svona upp og að ofan.
Mér bauðst vinna í tískuvöruversluninni Víla, en vinnutíminn var mjög slæmur þannig að ég afþakkaði pent.
Ég sótti svo um vinnu sem Vikar eða afleisingarmaður á Vöggustofunni hjá Lovísu.
Málið er að í sama húsi er leikskóli og önnur vöggustofa og er þetta allt undir sömu stjórninni.
Ég myndi semsagt leysa af vegna veikinda, sumarfría, og annara tilfella fyrir alla starfsmennina í þeirri byggingu ásamt því að vera alltaf að vinna á föstudögum. ( Eins konar flakkari, en með fasta setu á föstudögum á leikskólanum)
Svo í morgun þegar ég fór með Lovísu þá fékk ég að vita að ég væri komin með vinnu!! Víhí og ég byrja á miðvikudaginnVúhú!

Annars er bara allt gott að frétta af þessu bæ, allir hressir og kátir

Love Gudda

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég hlakka til að fá ykkur í heimsókn :) en það er komið sumar hérna á Íslandi... Allavega í smástund :) sól og blíða og alveg 10 stiga hiti haha :) var að setja myndirnar núna fyrst inní tölvuna síðan ég kom heim og þær voru margar mjög flottar :) LOVE
Gréta

Nafnlaus sagði...

Og til hamingju með vinnuna ;)

Nafnlaus sagði...

Bara að kvitta, til lukku með vinnuna bæði tvö, bestu kveðjur
P:S: það er skítakuldi og rok hér.
amma dreki

Nafnlaus sagði...

til hamingju með vinunna og hlakka til að fá ykkur til landsins kv sandra

Dancing queen sagði...

Jey, flott að heyra að sumarið sé komið með einhverja mynd á sig, ekki leiðinlegt að vera að leika við kidz á daginn.
Er að hugsa til ykkar kveðja Unnur.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með vinnurnar ykkar!!! Verður þú með gamla ísl. gsm nr. á meðan þið Lovísa verðið á Íslandi?
Kv. Kría

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með vinnuna bæði tvö. Leiðinlegt að Ebbi hafi ekki fengið vinnu með mér en ef hann hefði verið að vinna með mér í dag þá hefði hann hætt þannig að ég held að hann geti bara verið ánægður með að vera farinn að mála aftur.

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar hringið næst þegar þið eruð on skype, var að setja inn nýjar myndir.
love amma dreki