Nú getum við loksins sagt að lokal 22 á Sólbakkanum sé orðið að fallegu heimili.
Við Ebbi fórum síðustu helgi í IKEA og eyddum heilum 6 klukkustundum í þá ferð!
Þetta var ógeðslega leiðinlegt og nenni ég ekki að eyða fleiri orðum í það.
En uppskeran er góð:) Við náðum að versla allt sem okkur langaði í og ótrúlegt en satt þá var það einnig til en ekki búið eða vætanlegt;)hhheh
Við fengum svo góða vini til að aðstoða okkur við að setja allt saman og á sína staði á meðan Ebbi málaði.
Þetta gekk ótrúlega vel og hratt fyrir sig og vil ég nýta tækifærið og þakka hjálpsömum elskum fyrir hjálpina. Við setjum svo fljótlega inn myndir af litla huggulega heimilinu okkar.
Lovísa er öll að koma til. Hún kvartar enn einstaka sinnum yfir verkjum en þetta lítur vel út.
Eigum að fara í skoðun með hana í næstu viku og þá vitum við betur hvernig þetta hefur gróið. Hún fór á Vöggustofuna á föstudaginn og gekk bara voða vel.
Já talandi um vöggustofu....Við sóttum um flutning fyrir skvísu fyrir ekki svo löngu því eins og þið nú vitið þá erum við flutt og tekur það mig heilar 20 mínútur að hjóla með hana á leikskólann.
Þá á ég eftir að hjóla aftur heim og svo aftur seinna um daginn að sækja hana og já svo aftur heim!
Þið meigið sjálf reikna hversu langan tíma þetta allt tekur;)
En þetta eru rúmir 20 kílómetrar
Ég er semsagt búin að fá nóg af þessu og sóttum við um flutning.
Við fengum pláss hérna hinumegin við götuna og heitir Carlsberg Bryggeriernes vuggestue.
Þetta á að vera voða fín stofa og það besta er að þetta er líka leikskóli svo hún þarf ekki að skipta aftur fyrr en hún byrjar í skóla:)
Svo er ekki verra að Sóldís vinkona hennar byrjar á leikskólanum fljótlega svo það er ekki langt á milli þeirra.
Lovísa byrjar 1. sept.
En jæja nú ætlum að fara að gera eitthvað uppbyggjandi og fjölskylduvænt á þessum góða sunnudegi.
Ebbi er búinn að setja inn nýjar myndir og hér er smá sýnishorn:
Bið ykkur vel að lifa
kv. Gunnella
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
9 ummæli:
vá hvað hún er búin að þroskast og stækka :) ég er að spá í að koma til ykkar í sept í einhverja nokkra daga :) svona aðeins til að heilsa uppá ykkur og leika við Lovísuna mína :) flottar nýju myndirnar.. alltaf gaman að sjá myndir af ykkur :D
elska ykkur og sakna ykkar
Gréta
sakni sakn... vildi bara segja það. var að komast í sumarfrí og það er leiðinlegt að hafa enga gunnsu til þess að fara í kaffi með eða göngutúr:( en ég finn mér eitthvað annað að gera:) hafið það ævinlega gott og morsomt
kv. hera
Thetta er fallegasta barn nordan alpafjalla! Hlakka til ad sja ykkur thegar vid komum til DK.
Vid lendum 31. juli og forum sudur til Sonderborg 2. agust. I millitidinni aetlum vid ad reyna ad leita ad ibud en kannski hofum vid tima til ad fa okkur kaffi saman. Vid verdum i sambandi.
Það hefur alveg farið framhjá mér að þið væruð flutt! Til lukku með nýja híbýlið og vel heppnaða Ikea ferð! Við Þorri fórum einmitt saman í Ikea um daginn, en það var svona "vara væntanleg" ferð hjá okkur og við frekar óákveðið par:)
Æðislegar myndir af Lovísu, knús frá mér til hennar!
Hafið það gott.
gott að heyra að það er gott og gaman hjá ykkur í sólinni í dk ;)
jesús hvað lovísa stækkar og hárið síkkar ;) mega krútt :)
hlakka til að koma og hitta ykkur :)
Hera- sakna þín líka elskan
Kría-við erum ekki flutt neitt, vorum bara aldrei búin að koma okkur almennilega fyrir.
Baldvin- vona að við fáum allavega einn koss.. hvaða íbúð?
Svanhildur-hlökkum líka til að sjá þig..ertu e-ð á leiðinni?
Gréta- koss til þín svo þú sért ekki útundan;)söknum þín líka
AHA ég skil. Ég var alveg úti á túni!
Vid erum ad leita okkur ad ibud/kollegi i Koben...
Myndin á klósettinu á eftir að verða vandræðileg þegar hún verður unglingur.
Gott að heyra að þið séuð falleg og heilbrigð og að heimili ykkar sé að verða eins og þið viljið hafa það.
Kveðja frá Mósambík, Dóri og Nanna.
Skrifa ummæli