þriðjudagur, 26. ágúst 2008

AFSAKIÐ HLÉ

Já elskurnar við erum komin heim frá Ítalíu.

Það var alveg yndisleg ferð í alla staði, bara slakað á og borðað og borðað og borðað:)
Við vorum við Gardavatn í 5 daga. Það var alveg dásamlegt Mamma, Massi og strákarnir voru líka og var Lovísa alveg í skýjunum yfir því að fá að vera með þeim allan daginn og við að sjálfsögðu líka.

Restina vorum við svo í Novellara, við hittum eitthvað af vinum okkar, fórum í göngur, spiluðum og borðuðum helling af ís;) nammi namm
Lovísa borðaði reyndar mikið af öllu, alltaf og verð ég að segja að ég hef aldrei séð barnið borða eins mikið eins og af matnum hennar Nonnu Tinu.
Í hverju hádegi og við hverja kvöldmáltíð kom hún okkur á óvart.
Hún bara sat og borðaði og borðaði og borðaði, sat bara og sagði meira.
Tina og Giovanni(amman og afinn) voru gjörsamlega yfirsig hrifin af snúllunni og hennar lyst;)

já gæti talað og talað um þessa ferð en ég ætla að staldra við að sinni.

Ég byrjaði í skólanum í gær..rosa gaman, líst rosa vel á bekkin en verð að segja ykkur betur frá því síðar í vikunni. Ég er nefninlega búin á því eftir andvöku nótt og svo tekur það á að byrja aftur í skólanum.

Lovísa er að klára sína síðustu viku á leikskólanum því 1. sept byrjar hún á þeim nýja.
Það verður kveðju hátíð á föstudaginn og ég á að koma með e-ð hollt að heiman, bollur eða eitthvað slíkt, Einhverjar hugmyndir?

Ebbi er byrjaður að vinna aftur og er alveg nóg að gera hjá þeim.
Við erum annars bara öll voða hress. Það eru allir af Sólbakkanum að snúa til baka frá sínum ferðum svo brátt verður lífið samt við sig.

Ég lofa að blogga aftur fljótlega og þá skal ég fara betur yfir stærstu atburði síðast liðinna vikna!
Já og hvað myndir varðar þá eru þær á leiðinni, það er bara ekki pláss í tölvunni eins og er svo þið verðið bara að bíða þolinmóð.

LOVE YA

12 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hallóooooooooo gaman að heyra frá ykkur, hugmynd að bakstri á hátíðina,kanelsnúðar eða skinkuhorn kostar lítið hollt og gott.
Hlakka til að sjá ykkur farin að telja dagana eins og hin börnin.
love amma dreki

Nafnlaus sagði...

Heibbsa

Gaman að fá smá fréttir af ykkur. Hlakka til að fá fleiri og ítarlegri fréttir síðar.
Við Þorri vorum að flytja upp í risið í Mávahlíðinni, erum búin að mála og svona. Nú bíða okkar himinháir staflar af dóti/drasli sem þarf að koma í allar Ikea hirslurnar sem við keyptum okkur um daginn:)

eks sagði...

kvitt kvitt og skemmtilegt blogg :) og mér finnst nafnið á leikskólanum bara skondið :)
Kær kveðja
Elsa (sem var með ebba í vogaskóla, vinkona Halldóru og að vinna öðru hvoru með mömmu hans ebba!)

Ebbi sagði...

heheh flott Elsa, ég vissi um leið hver þú værir er ég sá X undirskriftina.
Bestu kveðjur;)

Nafnlaus sagði...

Jæja nú jæja... þá er komið að því að smella inn myndum er það ekki ? :)

Ebbi sagði...

hey... það er ekki hægt vegna plássleysis en það er smá á picasanu hennar gunnellu

http://picasaweb.google.com/gunnellah

enjoy og verið þolinmóð... erum að safna fyrir utanáliggjandi hörðum disk

Nafnlaus sagði...

Það var svo gaman að heyra í þér Gunnella mín! bjargaðir vikunni:) Hlakka svo til að hitta ykkur eftir ekki svo langan tíma!!!!
Besos

Nafnlaus sagði...

hæ dúllurnar mínar. sakna ykkar ótrúlega ,verð að fara að hringja.......busy ..busy...busy.lélég afsökun en samt alltof sönn,vonandi eru allir hressir,og gaman að hafa Önnu og co.hjá ykkur .Hundrað kossar og knús til ykkar..smakk smakk smakk... Hafdís besta frænka..

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með 2ja ára afmælið elsku Lovísa Margrét!!!

Kveðja Kría og Þorri

Nafnlaus sagði...

Mér finnst afsakið hlé búin að vera nyjasta fréttin ansi lengi.
Love u Dadda

Nafnlaus sagði...

hæ elskurnar
langaði bara að kvitta fyrir innlitið. langar ótræulega mikið að sjá nýjar myndir af ykkur, ég veit .... plássleysi.
love Dagmar og co

Nafnlaus sagði...

ég held að pásan sé búin...................