Ég ætla ekki að byrja á að afsaka mig eins og alltaf!!
En bara svo þið sýnið smá skilning þá er bara búið að vera brjálað að gera, við búin að vera með gesti og bara enginn tími til að blogga!
Eða kanski er ástæðan frekar sú að það er frá svo miklu að segja að maður fær bara fyrirtíðaspennu við að hugsa til þess að maður þurfi að segja frá því öllu og hættir því bara við.
En nú getið þið hætt að kvarta því það er komið nýtt blogg;)
Það eru enn ekki komnar nýjar myndir því flakkarinn sem við keyptum, á í samskiptaörðuleikum við Macann og eitthvað og eitthvað sem ég ekki skil.
Ég veit bara það að eina ástæðan fyrir því að ég sagði já við að kaupa eitthvað svart box sem stendur núna á fínu hillunni minni og passar ekkert inní, var svo að við gætum tæmt tölvuna og komið nýjum myndum inn....en það er ekki hægt!! Argh
Jæja þá er komið að fréttum.
Lovísa er orðin 2.ára Við héldum æðislegt pylsu/Fílaköku partý föstudaginn 12.sept. Það var geggjað stuð og skvísan vissi sko alveg hvað var í gangi.
Hún kann að segja að hún sé tveggja ára og reynir að sýna það með þumal og vísifingri. Stundum heppnast það ekki og þá réttir hún fram sýna löngutöng á hvorri hönd fyrir sig.
Það hefur vakið upp mikla kátínu hjá þeim krökkum sem vita hvað það merkir;)
Hún er byrjuð á Carlsberg vuggustuen. Það var ekkert mál að venja hana við. Hún er svo dugleg þessi snót. Hún er annars bara mjög hress, stækkar og stækkar og bætir nýju orði við orðaforðann næstum á hverjum degi. Hún er rosalega dugleg að leika sér og er algjör dundari.
Við erum búin að taka aðra hliðina af rimlarúminu svo núna sefur hún í rúmi eins og stóru krakkarnir:)
Ég er á fullu í skólanum og gengur bara mjög vel.
Ég er rosalega ánægð með "næstum" alla mína kennara og er mórallin alveg super góður. Námið er reyndar mun erfiðara en ég hefði nokkurntíman getað ímyndað mér.
Á hverjum degi er verið að stíga langt yfir það sem maður þekkir sem sínar eigin grensur og allt er áskorun.
Ég er samt alveg í skýjunum og finst mér ég loksins vera á réttum stað.
Ebbi er bara alltaf að vinna við að mála og líkar það I Quote: "bara fínt" Hann er byrjaður að æfa handbolta á fullu með Guðrúnu, sem er nafnið á félaginu;)
Hann er bara allaf jafn sætur og ske(ge)ggjaður hheheh
Jæja þetta var nú ekki svo erfitt, verð að viðurkenna það. En ég ætla að læra af mínum mistökum og lofa engu bloggi næsta mánuðinn;)
Þið verðið bara að vera dugleg að kommenta og jafnvel spyrja spurninga svo ég hafi meiri ástæðu til að setjast niður og svara ykkur.
Jæja mínir bloggþyrstu vinir ég kveð í bili
Auf weidersehen
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
7 ummæli:
Hæ hæ,
Æ hvað ég vildi að ég hefði getað kisst litlu skvísu á ammælisdaginn. Gaman að heyra hvað þér líkar vel í skólanum. Og já um leið og litli gaur hættir á brjósti þá mæti ég í heimsókn.
Love u Dadda
Þú ert svo mikill Gullmoli Gunnella!! Hlakka svo til að hitta þig eftir örfáa daga!!!
Frábært, frábært, frábært... Gott að heyra að þú sért með karlmann á heimilinu sem kann að láta sér vaxa skegg.
Það væri líka gaman að heyra hvernig skólinn er að ganga þessa daganna og hvernig vinnan hans Ebba er? Þ.e.a.s. vinnufélagarnir og verkefnin í vinnunni.
Kær kveðja úr 36 stiga hita, Dóri og Nanna.
Hæ hæ
Ég og sambýlismaðurinn...hehe erum hress og kát hér í Mávahlíðinni. Skólinn byrjaður á fullu og alltaf brjálað að gera hjá okkur.
Mikið er ég ánægð með að Lovísa skuli nota táknmál og að það skuli gleðja aðra... :)
Er e-ð á dagskránni hjá ykkur að koma heim í heimsókn?
Faðmið nú hvert annað frá okkur Þorra.
takk elsku Gunnella fyrir fallega afmæliskveðju í gær, og innilega til hamingju með tveggja ára skvísuna ykkar. skemmtilegt puttamál hjá henniLovísu:0 Þið eruð greinilega ekkert að standa ykkur í uppeldinu á henni:)
ég mæti með Döddu þegar börnin verða hætt á brjósti
bestu kv. Dagmar
Hæbb.
viljið þið ekki fara að senda mér sms með upplýsingum svo lilla fái 2 ára gjöf :)
kv Ingó
jú takk elsku kallinn ég var einmitt að hugsa til þín, bara steingleymdi þessu um daginn:)
Skrifa ummæli