fimmtudagur, 25. september 2008

Umm eplabaka

Við mæðgur erum bara heima í dag.
Lovísa var voðalega óróleg í nótt, talaði mikið og vældi svo annað slagið upp úr svefni.
Svo þegar við vöknuðum í morgun var hún alveg rugluð. Vissi ekkert hvar hún var og vildi bara fara "þangað", veit ekki alveg hvað hún átti við með því þessi elska.
Ég mældi hana því og var hún með 38° Það er reyndar alls ekki hár hiti meðað við hennar hita. Hún fer alltaf yfir 39° ef hún veikist og reyndar bara frekar 40°.
Það amar svo sem ekkert sérstakt að henni en hún er óttalega vælin greyið.

En jæja við mæðgur ákváðum því í sameiningu að vera heima í dag. Við erum búnar að hafa það voðalega huggó. Horfa á Latabæ, Dýrin í hálsaskógi og lesa. Vaska upp og baka!

Já baka takk fyrir takk. Við ákváðum að bjóða Vigdísi vinkonu í kaffi og Eplaböku (úr eplunum sem vaxa á fallega eplatrénu okkar hérna á sólbakkanum). Ég átti reyndar ekki til mjólk, né sýrðan rjóma með kökunni svo vigdís varð að taka það með:) takk fyrir það.

En já nú er kl: Hádegi og Lovísa er að leggja sig. Það er æðislegt veður og ég sit bara úti á svölum að njóta loftsins og jú að sjálfsögðu sólarinnar;)

Ég er að byrja í dönskunámi. Það er á Þriðjudögum og fimmtudögum frá 17.30 -21.30 í sex vikur! Ég veit þetta er mikið og verður svaka vinna en þetta er eitthvað sem borgar sig!
Það versta við tímasettninguna er að Ebbi er akkurat í handbolta á sama tíma svo þetta verður algjört púsluspil.

En já takk fyrir kveðjurnar elsku vinir, gaman líka að fá að heyra aðeins frá ykkur:)
Því ekki eruð þið (bara meint til þeirra sem við á) dugleg að blogga eða blogga yfir höfuð!!!HA

Bara smá bögg

En ég elska ykkur öll

8 ummæli:

Ebbi sagði...

þið verðið að afsaka hana Gunnellu, auðvitað er þetta um eplaböku,
hér er eplabaka
um eplaböku
frá eplaböku
til eplaböku

hún lærir bara af þessu:)

Nafnlaus sagði...

Já ok en ég skildi þetta öðruvísi, umm, nammm, góð eplabaka.
love mamma

Gunnella sagði...

Já auðvitað var það meint þannig!! Ebbi var bara að reyna að vera fyndin ;)

Nafnlaus sagði...

haha Ebbinn alltaf í gríninu :) sakna ykkar

Nafnlaus sagði...

Halló elsku bestu vinir!! Núna er ég aftur komin heim með söknuð í hjarta... takk æðislega fyrir mig það var svo gaman að fá að hitta ykkur!! Okkar tími mun koma;)

ást og kossar

Katrín

Nafnlaus sagði...

vildi að ég hefði verið í þessu dýrindisboði með böku hjá þér Gunnella mín. ég sakna ykkar. gangi þér vel í dönskunáminu,
kv. Dagmar

Nafnlaus sagði...

Hæ elskurnar nú er ég búin að setja myndirnar inn sem við tókum í DK.
Allar á linknum mínum.
kv Mamma

Nafnlaus sagði...

Um epla hvað.... er ekki bakan að klárast.
smá joke
bíð eftir smá bloggi.
kv amma dr.