sunnudagur, 9. nóvember 2008

Nýjir tímar

Jæja nú sest ég hér við skrif og segi einhverjar fréttir.

Ég hef verið að æfa handbolta með íslenska handboltaliðinu Guðrúnu og í dag fékk ég að spila fyrsta leikinn minn. Spilaði tæpar 20 mín. sem varamaður í hægra horni (ég er samt rétthentur svona fyrir þá sem ekki vissu;))
Við töpuðum leiknum með 3 mörkum en þetta var ágætis skemmtun þrátt fyrir það.

Af vinnunni er það svo að frétta að ég er bara búinn að vera til láns hjá stærra fyrirtæki, sem er alveg ágætt. Málið er nefnilega það að iðnaðarmenn finna fyrir kreppunni á þann hátt að fólk lætur endurnýjungar, og viðgerðir neðst á listan yfir útgjöld og það höfum við fundið fyrir því í litla málarafyrirtækinu sem ég "vinn" fyrir. Það var nefnilega þannig að það var ekkert að gera í eina viku hér fyrir nokkru síðan.
En það hefur bjargað mér mikið að vera þarna til láns.

Svo eru góðar fréttir: Það er búið að stækka nettenginguna hingað inn á Sólbakkann og það þýðir að ég get loksins sett inn myndskeið af okkur (þó aðallega Lovísu Margréti) á heimasíðuna. Ég minni ykkur líka á að gömul myndskeið getið þið fundið hér: http://www.youtube.com/user/ebbi1982
En það nýjasta kemur líkt og áður inná Lovísu myndbönd boxinu efst uppí hægra horninu :)

Mig langar líka að segja hvað mig hlakkar rosalega til að koma heim til Íslands, ég get ekki beðið eftir því að hitta ykkur öll...good times!

jæja þá ætla ég að fara að horfa á Dýrin í Hálsaskógi með henni Lovísu minni....AAAaaaatsjúhh!

ástarkveðjur
Ebbi

5 ummæli:

Gummi Jóh sagði...

hlakka til að gefa kallinum high five og wet willy !

Nafnlaus sagði...

Vá en gaman að vita að þið eruð enn þarna :) haha ég er nú farin að halda að þið séuð búin að blocka mig á skype-inu ég hef ekki heyrt í ykkur svo vikum skiptir :( En vonandi heyri ég bara í ykkur sem fyrst :) Ég hlakka mjög til að fá ykkur heim og flott nýja lúkkið á síðunni ;)

Hilsen
Gréta

Ebbi sagði...

hey gummi: Veraldarvefs High-Five

*klapp*

Nafnlaus sagði...

http://www.youtube.com/watch?v=ZrPJgT_xRqM&feature=related

Nafnlaus sagði...

youtube video-ið að ofan er hillarious. En já ebbi + gunz.. hlakka geggjað til að sjá ykkur :)

http://www.youtube.com/watch?v=x5G3HUiscW4