fimmtudagur, 29. janúar 2009

Dagur 3.

Já er ekki sagt að dagur 3 og vika 3 og svo framvegis sé það erfiðasta?

Ég vaknaði allt of seint. Ég ákvað því bara að taka unglinginn á þetta.
Henti mér í bleika peysu úr joggingefni við nátt buxurnar mínar. Fór í stígvél með smá hælum og setti náttbuxurnar ofaní. Skellti svo framan í mig massa af meiki og augnskugga fyrir allan peninginn. Svo var það bara maskari og svartur blíantur um augun. Hárið í tagl og vola.. Ég var alveg eins og 14. ára

Því miður náði ég ekki að taka mynd af mér áður en ég fór út og þegar ég kom heim var ég svo sveitt og ógeðsleg að ég dreif mig í sturtu! Mundi svo eftir á að ég hefði gleymt að taka mynd. SORRY!!
Vona að þið náið að nota ýmindunar aflið og sjá þetta fyrir ykkur.

Mér fannst þetta alls ekki erfitt, held að það að ég fór ekki með Lovísu á vuggustofuna hafi haft smá áhrif. Það var einginn að pæla í mér sem móðir og það fanst mér vera léttir. Mér fannst smá skrítið þegar ég leit niður á mig og sá náttbuxurnar, þá fannst mér eins og ég hefði gleymt einhverju.
En ég held að ég sé bara smá að venjast þessu, þannig í dag ætla ég að fara aðeins lengra yfir mínar grensur. Segi frá því í kvöld og lofa mynd :)

Love, guddan

Engin ummæli: