...reyndar svoldið síðan sko :)
Lovísa fékk seinustu sprautuna á spítalanum s.l miðvikudag og er núna- og þar til hún fer í aðgerðina 10. mars, á lyfjum sem hún fær morgun og kvölds.
Aðgerðin sem hún fer í er fyrst og fremst speglun og svo þessi húðvefjasprauta sem á að loka öðrum nýrnaleggnum þ.e ef speglunin styður fyrri rannsóknir.
Annars erum við bara hress.
Ég er kominn í aðeins stöðugara vinnuumhverfi þar sem tvö verkefni, annað frekar stórt, duttu inn hjá okkur.
Einnig nældi ég mér í eitt aukaverkefni sem kemur sér vel um þessar mundir :)
Jæja ég skrifa ekki meira í þetta sinn, fannst nú bara frekar asnalegt að síðan opnaðist alltaf á spítalasögum. Vonandi fáum við ekki mikið meira af þeim!
Bestu kveðjur
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hæ og takk fyrir síðast. Það var rosalega gaman að fá aðeins að sjá ykkur á Bakkanum. Vona að þetta gangi allt saman vel með Lovísu. Fúlt þó hvað er langt í aðgerðina. Baráttukveðjur Heiðrún og strákarnir
Hæ elskurnar nú er bara að herja á nýjar myndir af ykkur, alltaf einhvað.
drekinn
heyrðu mútta, hvar eru allar myndirnar sem þú tókst um jólin?
einn mánuður chicos!!!
ást og kossar
Katrín
mig langar ótrúlega að sjá fleiri myndbönd af henni Lovísu sætu :)
Gréta
Skrifa ummæli