miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Skúra skrúbba og bóna

Hvað er sniðugra en að setjast niður og blogga á meðan maður er að bíða eftir að gólfið þorni??

En jæja og já það er víst komið að því að ég segi ykkur eitt og annað um okkur.

Byrjum á Ebba(hann er auðveldastur) Hann er bara á fullu að vinna. Bæði í sinni föstu vinnu og svo fékk hann smá aukaverk sem hann fer í eftir vinnu. Þannig að Ebbi=vinna

Lovísa er bara að blómstra, hún stækkar og stækkar. Er farin að tala fullt bæði á íslensku og dönsku. Er algjör dundari, finnst fátt skemmtilegra en að leika við dúkkurnar, elda matinn, lita, púsla og lesa. hún semsagt leikur sér endalaust og er aldrei dauður púnktur hjá henni.( já og svo verður að ganga frá, hún er sko með það á hreinu;)Hún talar allan daginn og ef hún er ekki að tala þá er hún að syngja og ef hún kann ekki textan þá er bara búinn til nýr. Hvað get ég sagt ykkur meir hún er bara dásamleg í alla staði.
Rosalega dugleg að taka lyfin sín og já þegar ég vaknaði í morgun þá var hún búin að leggja á(dóta)borð, búa um rúmmið sitt og sagði "mamma það er komin dagur, Þú ert búin að lúlla lengi. Er ekki komin matur"
hehehe já algjör snúlla.

Ég er í viku fríi núna frá skólanum.
Svo byrja ég aftur á mánudaginn og þá verður svaka törn til páska. Hlakka bara til þess;)
Mér gengur rosalega vel og fæ ég alveg að heyra það frá kennurum og samnemendum, veit samt ekki alveg hvað það er sem ég geri sem er svo frábært!! En það er bara gott á meðan það er híhí
Ég veit að þið viljið örugglega heyra meira frá því hvað ég er að gera í skólanum en það er bara svo erfitt að útskýra og enn erfiðara að skrifa það niður.
En ég er alltaf til í að taka langt spjall við ykkur og þá getið þið fengið mína skólagöngu í smáatriðum;)
Jæja gólfið er orðið þurrt og ég er það eina í öllu húsinu sem lyktar illa svo ég ætla að drífa mig í sturtu og fara svo að sækja Lovísu á vuggustuenn.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá bara um að gera að spyrja í comment.

Elska ykkur
knús

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hún er nú meiri krúttsprengjan hún Lovísa Margrét!! hlakka til að sjá hana í acction:) það var svo gaman að heyra smá í þér áðan, sakna þín svo mikið!!! heyrumst fljótt
Katrín

Nafnlaus sagði...

Alltaf gaman að fá fréttir.
Love amma dreki

Nafnlaus sagði...

Jæja nú er ég búin að setja inn myndirnar, þá er bara ða kíkja.

http://picasaweb.google.com/annamolafsAnna Margrét

Nafnlaus sagði...

Er gólfið orðið þurt ?
kv drekinn

Nafnlaus sagði...

Haha góður mamma ! :) Ég bíð allavega spennt eftir næsta bloggi :)

Kv. GMB