föstudagur, 20. mars 2009

Frægi vinur minn(?)

Hann Fannar vinur minn er mikill og góður tónlistamaður. Ég man eftir honum fyrst úr partýum þar sem hann sat oftar en ekki með kassagítarinn og spilaði Incubus lög eða hvað sem hver um bað, og gerði það vel. Hann er með þessa náðargáfu að geta spilað á allt og hefur tóneyra sem er jafn skarpt og dúkahnífur.
Hann hefur samt alltaf verið meira rokkari en e-ð annað fyrir mér.

Hann býr núna í Barcelona þar sem hann hefur kynnst öðrum svona snillingi nema hvað að hann er svona "rafrænn" tónlistarmaður, hann gæti tildæmis ekki spilað unplugged (HAHAHA, smá brandari sem ég varð að luma inn)
Það kom mér því svolítið á óvart þegar hann sagði mér að þeir félagar væru farnir að gera tónlist saman.
En ætla þetta sé ekki eins og þegar kokkar taka hráefni til prufu og blanda saman súkkulaði og lambakjöti og úkoma virkar ekki bara heldur slær í gegn!

Fannar(IS) og Cristiano(IT) skipa nú hljómsveitina Plastik Joy og hef ég heyrt plötuna þeirra 3:03 og líkar mjög vel, Fannar kallaði þetta Acoustic Elektro (annars held ég að tónlistarmenn í dag vita ekkert hvernig á að skilgreina tónlist því það er búið að fara með skilgreiningarnar út um allt).

Ég vísa áhugasömum á síðuna þeirra og vona svo að þið njótið! (hönnunsíðunnar er listaverk út af fyrir sig svo ég mæli með að fólk leiki sér aðeins með músina, hint,hint)

þeir eru líka með myspace

Fannar er ekki bara afbragðs tónlistamaður, hann er líka myndarmenni sem leggur mikið upp úr hreinlæti og góðri tannhirðu

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

AHAHAHAHAHAHHAHAHAH wonderful!!!!!!
Þú ert yndislegur!!!
KD mas FÁ

Nafnlaus sagði...

Smá halló og athugasemd um að ég vil endilega fá að lesa eitthvað nýtt hér eða sjá nýjar myndir. verðið að huga að fólkinu sem á að vera að læra en er samt alltaf að kíka á sömu síðurnar að athuga hvort það sé eitthvað sem vekur áhuga.
Katrín

Nafnlaus sagði...

Hææææææ elskurnar mínar.

Ég er rétt að vakna til lífsins eftir afar strembinn vetur og ákvað að kasta á ykkur kveðju í tilefni af tilvonandi yndislegu vori og enn betra sumri. Vonandi líður Lovísu vel. Knús og kossar. Kveðja Kría

Nafnlaus sagði...

Hvað er að frétta ? :)

GMB

Nafnlaus sagði...

jæja hvað með smá blogg.
love drekinn