Hæ þú sem ennþá lest þetta blogg okkar og vertu velkominn.
Það hefur svo sem ekki margt gerst undanfarið en ég skal reyna að segja frá því helsta hér og nú.
Ég hef haldið vinnunni og ekkert lát virðist vera á verkefnum eins og er. Þó þorir maður varla að segja það nema að enda setninguna á 7, 9 og 13. Við erum þó bara 3 eftir í vinnunni þannig að e-ð hefur það nú minnkað samt.
Ég missti móðurömmu mína þann 19 maí, en hún var orðin bæði gömul og veik.
Ég fór heim 25 til að vera við jarðarförina og kom svo heim 28. Stutt stopp það og ekki mikið verið að fara í heimsóknir þannig, nema hjá nánustu fjölskyldu auðvitað.
Við erum svo á leiðinni til Íslands þann 16. þessa mánaðar og verðum í heilar 2 vikur, svo nú er bara að vera í bandi og við mælum okkur mót. Fyrsta helgin er frátekin en annars er allt svo til opið.
Okkur hlakkar svo rosalega til að geta verið með Lovísu yfir sumartímann, bara í sumafríi en ekki í öllu jólastressinu.
Vonum að við hittum sem flesta, til þess er leikurinn jú gerður :D
Annars var nú ferðalag á okkur í gær. Danir héldu uppá þjóðhátíðardag sinn og allt var þessvegna lokað. Veðrið var ekkert spes svo ekki var hægt að sóla sig á ströndinni og ekkert sérstakt um að vera svona yfir höfuð.
Við ákváðum þessvegna, bara í gærmorgunn að skella okkur yfir eyrarsundið og til Malmö.
Fórum uppúr hádegi og eyddum deginum bara á kaffihúsum og verslunum, mjög góður dagur bara. Lovísa sofnaði reyndar ekki fyrr en kl 5 og vaknaði svo klukkutíma síðar, svoldið seint en það var orðin mikil þörf fyrir þeim lúr, svo ég segi nú ekki meira;)
Við borðuðum svo kvöldmat og lögðum af stað heim, södd og sæl með nokkra búðarpoka undir hendinni að sjálfsögðu.
Lovísa var svo hin hressasta í lestinni heim og var svo ekki sofnuð fyrr en kl 22:30... agalegir foreldrar :(
Hún var samt vöknuð kl 7 og vildi bara fara í íþróttaskólann, sem byrjar ekki fyrr en kl 10!
Slæmu fréttirnar eru þær að myndavélin okkar er í volli, reynum að redda því sem fyrst, þ.e. þegar peningarnir leyfa það.
Heyrumst svo vonandi sem fyrst og vonum að við sjáum ykkur öll í sumarfríinu.
Lov jú gæs
Ebbi
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Frábært að fá blogg.
Mútta
jei gaman að heyra frá ykkur! halda þessu áfram svo, það er svo gaman að lesa það sem þið skrifið!
ást og kossar til ykkar
Katrín
Leitt að heyra með ömmu þína, hún er vonandi á betri stað...
En OMG hvað ég hlakka til að fá ykkur heim :)
Love u guys.
Dadda
Skrifa ummæli