þriðjudagur, 17. mars 2009

Gott er þá vel gengur.

...Nú er gólfið þurrt ;)

Ég ætla auðvitað að byrja á að segja að Lovísa hefur það mjög gott eftir vel lukkaða aðgerð á þriðjudaginn seinasta. Það sem átti að vera c.a 3 dagar urðu svo bara einn.
Lovísa fór með Gunnellu á þriðjudaginn kl 9 og hún átti að fasta fram að aðgerð og fara í blóðprufu og þess háttar undirbúning, nema hvað að aðgerðinni frestaði alltaf og enn fastaði Lovísa (Gunnella auðvitað líka þar sem það er ekki alveg málið að borða fyrir framan fastandi barn!) Þær voru þessvegna ekki alveg í essinu sínu þegar hjúkkurnar sögðu alltaf seinna,seinna.
En svo loks kl 14:30 þá var komið að því, Lovísa var svæfð og aðgerðin framkvæmd. Þetta gekk svo vel og Lovísa var orðin nógu hress eftir vöknunina kl 17:30 (hún borðaði á spítalanum) að við vorum bara komin heim fyrir kvöldmat, ekki slæmt það!
Hún var svo heima það sem eftir var vikunnar og á að vera á súklalyfjum í mánuð og þá er skoðun uppá spítala til að athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera.
Svo nú vonum við bara að þetta ævintýri sé bara búið og þetta hrjái hana ekki framar.


Lovísa hress uppá spítala

En að baki er afar góð helgi, Katrín og Fannar voru í köben og því var skellt í eitt stykki matarboð með íslensku innflytjendunum vinum okkar. Dagurinn byrjaði snemma fyrir okkur strákana en við settumst niður yfir öl og bolta... ölinn var góður;)
Eftir leikinn þá söðluðum við fjórmenningarnir fákana og versluðum það sem vantaði fyrir kvöldið. Ég ætlaði að elda kjúkling í karrýsósu from scratch eins og sagt er og það þýðir að allar nýlenduverslanir á Istegade voru kembdar í leit að kóríander fræum, turmiac, sinnepsfræum, karrýblöðum og fenugreek fræum, þetta tók 2 daga að finna (grínlaust!) og það síðast nefnda fannst ekki fyrr en við félagar skiptum liði og leituðum í hverri einustu búð á þessum slóðum!
Eftir ánægjulega og afkastamikla búðarferð/hjólatúr komum við heim og fengum okkur kaffi og ég hófst handa við þessa matreiðslutilraun:)
Þetta hófst svo á endanum og var árangurinn hreint afbragð, þó ég segi sjálfur frá, smá hnökrar í að tvöfalda uppskriftina þar sem Jamie Oliver er svo léttur á því að segja 1-2
vínglös af vatni, hvað er það. En allaveganna stórgott og ekki skemmdi fyrir Malteasers/vanilluís/kaffi eftirrétturinn sem F+K töfruðu fram.
Svo var spilað, sungið og kjaftað það sem af var nóttinni, yndislegt alveg :)

Takk fyrir kæru vinir.

Ebbi "Oliver" að smakka til
Girnilegt Mmmm...JÁ!
Fleiri myndir má svo sjá hér

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að fá nýtt blogg og gott að heyra að Lovísa sæta sé öll að koma til :)
Knús frá Þýskalandinu

Nafnlaus sagði...

AY AY AY það var svo gaman að vera með ykkur! erum hálf blúsuð að geta ekki mætt til ykkar á morgun í dýrindis morgunverð!!! en einn góðan veðurdag munum við búa í sama landi og eiga alltaf góða sunnudaga saman! endalaus ást til ykkar!
Katrín og Fannar