föstudagur, 12. október 2007

Góður Dagur

Ó já! Það var virkilega gott að vakna í morgun (alls ekkert erfitt, miðað við aldur).
Þessar yndislegu stúlkur mínar vöktu mig með værum kossi og söng, færandi gjafir. Einn frá Lovísu og annann frá Gunnellu.
Ég og Lovísa Margrét opnuðum pakkann frá henni saman og hún var held ég spenntari en ég, það var alveg Vá, vá, VÁÁ...

En allaveganna þá líður mér vel á þessum, sem virðist ætla að vera, Fallega degi.
Ég og Lovísa eigum eftir að finna okkur e-ð að gera í dag en svo kemur Gunnella heim uppúr 5 og þá er bara góður matur og gleðistund.

Allir sem vilja kíkja í kaffi seinnipartinn eru velkomnir en annars eru það bara rafrænir kossar!

Bestu hátíðarkveðjur:
Ebbi

e.s: Til hamigju Spánn

10 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæll elsku afmælisdrengurinn okkar til hamingu með daginn og öll þessi 25 ár .
Eigðu nú rosa góðan dag með skvísunum þínum í dag og njóttu tilverunnar.

Bestu kveðjur
Mamma og Pabbi

Nafnlaus sagði...

En hvað þú ert heppin að eiga svona góðar konur í lífi þínu!!!
Hafðu það gott Ebbi minn í dag...Buon compleanno frá okkur öllum.Koss, Lúlla(tengdó)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Ebbi minn og njóttu dagsins með skvísunum.
Flott síða hjá ykkur, gaman að fylgjast með ykkur og sérstaklega að skoða myndirnar af Lovísu Margéti. Gangi ykkur vel í útlandinu.
Bestu kveðjur Björg Valsdóttir og co.

Nafnlaus sagði...

Elsku Ebbi til hamingju með daginn. Kíkjum á síðuna á hverjum degi.

Bestu kveðjur

Dancing queen sagði...

Happy birthday to ya! Happy birthday to ya! Happy birthday mundi Steve Wonder eflaust segja á þessum fína afmælisdegi. Til hamingju með daginn kallinn við vogirnar erum náttúrulega lang flottastar. Konurnar þínar hafa verið góðar við þig, eigiði góðan dag og vertu góður við sjálfan þig Ebbi.
Kveðja úr rigningunni Unnur.

Ebbi sagði...

Æ Unnur mín áttir þú ekki afmæli í gær? Ef svo vona að dagurinn þinn hafi verið góður. Sakna þín
koss Gunnella

Nafnlaus sagði...

Hann á afmæli í dag hann á afmæli í dag hann Eðvarð Atli Birgisson. Til hamingju elsku drengurinn kossar og knússssss til allra í köben.
kveðja Ægir

Nafnlaus sagði...

hæ hæ elsku ebbi frændi til hamingju með stór afmælið vonandi höfðu þið öll gott í dag söknum ykkar mikið kær kveðja sandra baldur og jón þór

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku besti Ebbi vonandi hefurðu átt góðan afmælisdag. Kossar og knús frá Rakel, Ásti og Jóni. P.S. sökknum ykkar svaka mikið

Nafnlaus sagði...

Baby Girl ég á afmæli 17. okt en þér er fyrirgefið enda langt í burtu kiss;) Kveðja Unnur