Þetta er búin að vera æðisleg helgi!
Leið reyndar eins og ekkju á föst. og laug. því þetta var löng helgi í DK. en Ebbi var að vinna.
Hann er semsagt byrjaður að vinna já. Hann er farin að mála og er að vinna frá 7-3 á daginn og frí um helgar, nema þegar mikið liggur á eins og síðustu helgi. Ég leyfi honum svo bara að segja ykkur nánar frá því.
Lífið á Solbakken er svo ljúft, krakkarnir eru bara alltaf úti að leika á meðan foreldranir sitja á bekkjunum að sóla sig, drekka kaffi og kjafta. Svo bara grilla allir saman og borðum svo uppi á 11. hæð þar sem er stór salur eða úti. Svo fara pabbarnir í fótbolta kl 17 eða að lifta lóðum og mömmurnar út að hlaupa. Svo eru pókerkvöld og kjafta klúbbar og ég veit ekki hvað og hvað. Allavega endalaust af lífi og fjöri!
En Halló halló halló kæru heima menn, langar að segja ykkur það að ég og Lovísa erum að koma á klakann!! Já við komum laugardaginn 10. maí kl 14.30 og fljúgum svo til baka miðvikudagsmorgun kl. 7.15 Ég veit að þetta er ekki langur tími og ekki séns að hitta alla en ef þið hafið áhuga og tíma þá endilega bara hafa samband;) mailið mitt er gunnellah@gmail.com
Ég verð ekki á bíl þannig að ég á ekki von á því að leið okkar liggi til Reykjavíkur en að sjálfsögðu eru allir velkomnir í heimsókn til kefló.
Hilsen Gunnella
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Já ertu forvitin um hvað aðrir segja??
Ég er líka forvitin um þig!
Láttu endilega frá þér heyra og skildu eftir kvittun ;)
Ha ha þú ert nú meira krúttið !
Takk fyrir síðast það var yndislegt að vera með ykkur.
Lovísa fékk litla frænku í gær 10 merkur og 49 cm.dóttir Úrsúlu.
Hlakka til að hitta ykkur svo má nú ræða þetta með bílinn.
Love amma og afi í Kef
P.S. Komnar nýjar myndir hjá mér líka endilega kíkið.
kv amma
hæææææææææææææææ...
ég verði í köben akkúrat þessa helgi!!
kem út á hádegi á föstudeginum, gætum náð kaffi þá ef við skipuleggjum okkur vel:)
verum í bandi þegar nær dregur, langar endilega að hitta aðeins á ykkur.
kveðja, hera
Kvitt kvitt og kveðjur til Köben :-)
Hera! Já ertu að grínast... það er skildumæting í kaffi á sólbakkan! Það fæst remi og condis kex hér líka:)
Geturu ekki tekið Unni með í handfarangrinum????
ohh en gaman, verðum í bandi...sendu mér mail. Er ekki með þitt
Bara ad lita vid hja ykkur. Kvitt kvitt og kvedjur fra Kathmandu.
Stutt kvitt úr vinnunni, eiginilega bara mjøg mjøg stutt af thví ad nú ætla ég ad drífa mig heim thar sem ad thú ert ad passa barnid mitt! Já.
Skrifa ummæli