Þeir sem þekkja hann Ebba vel, vita að hann á það til "á hverjum degi" að sitja á dollunni með tölvuna við hönd og dvelja þar um stund.
Hann hefur haft það að vana síðan hann byrjaði að mála að koma heim kl 15 úr vinnunni, fara úr skítugu sokkunum og setjast á klósettið.
Þetta er ekki eitthvað sem við höfðum tekið eftir fyrr en að á þriðjudaginn þá vorum ég og Lovísa bara heima að dúlla okkur.
Lovísa var að leika sér inni í herbergi þegar hún sér út um gluggan að pabbi hennar er að koma heim. hún hleypur að dyrunum og tekur á móti pabba sínum með svaka knúsi og koss á kinn.
Því næst sest hún á gólfið og byrjar að rífa pabba sinn úr sokkunum. Ég og Ebbi horfðum hvort á annað og vorum ekki alveg að skilja hvað væri í gangi.
Því næst tekur hún í hendina á honum og byrjar að draga hann á eftir sér og segir "koddu, Koddu" hún dregur hann inn á klósett.
Þar opnar hún klósettið bankar á setuna og segir "sestu" Horfir á pabba sinn, graf alvarleg með sínum bláu stóru augum og segir "kúka"
Við dóum úr hlátri!! Föttuðum þá á þeirri stundu hversu rétt hún hafði fyrir sér, vorum bara ekki búin að taka eftir þessari rútínu hans Ebba.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
Ha ha, hún er nátturlega bara æðisleg hún Lovísa,
svo heldur maður að börnin taki ekki eftir neinu,
allavega ekki hún snúllan okkar,
bestu kveðjur hlakka til að sjá ykkur .
kv amma dreki
AHAHAHAHA...snillingur!!!
Hahahaha hún er aðeins of fyndin!! "kúka" hahaha mér finnst þetta æði! :) Hlakka mjööög til að sjá ykkur ;)
hehehe litla dúlla :) Langt síðan ég hef séð hana...
Hrefna Lind
Þessi saga mun lifa að eilífu:)
Takk innilega fyrir okkur það var svo gott að hitta ykkur!!! Svo skellið þið ykkur bara hingað næst;)
Það væri svo notalegt ef að þetta væri daglegur viðburður spjalla saman með rauðvín og prjón
Ást og kossar!!
It´s funny ´cause it´s true!!!
Skrifa ummæli