föstudagur, 3. júlí 2009

Komin Heim.

Ahhh nú erum við komin heim eftir MIKLA ferð.
Þegar ég segi mikla þá meina ég að við náðum að troða 6 mánaða prógrammi inn í 2 vikur!

Þetta var alveg yndislegt, en það er leiðinlegt að fá bara smá sýnishorn af fólki, og það af okkur, vegna þess að tíminn er svo naumur:(
En þetta er bara svona og það vissum við fyrir. En við vonuðum auðvitað að 2 vikur yrðu alveg nóg.

Það var samt svakalega gott að geta komið og allir svona rosalega hjálpfúsir og elskulegir.
Við fengum til að mynda lánað þetta flotta húsnæði af Agga og Boggu og svo bílinn hjá Gunnellu og Hadda og eins bílinn hjá mömmu og pabba. Þetta hjálpaði auðvitað alveg svakalega mikið og hefðum við aldrei náð öllu sem við gerðum ef ekki væri fyrir þau.
Okkar dýpstu þakkir fyrir það kæra fólk.

Við áttum góðar stundir með góðu fólki og gestrisnin var gríðaleg.

Smá upptalning til að lífga upp á minnið:

Brúðubíllinn
17 júní í RVK
Út að borða með vinum á Pósthúsinu
Sund
Póker með drengjunum
Grill með nýjustu ættingjunum (og eldri)
Hittingur með vinum og smá tjútt í bænum
Legið í pottinum
Kíkt í kaffi til (og með) vinkvenna og karla

og svo samveru stundirnar með nánustu ættingjum sem gáfu okkur Góóóðan mat og gott fjör.

Seinni vikan okkar var samt mögnuð. Við flökkuðum landshorna á milli og byrjuðum að fara á þriðjudeginum til Siglufjarðar. Þar voru Alma amma, Ægir, Pía og Siggi heimsótt, já og ekki má gleyma Frakki, en það er hundurinn hennar ömmu sem Lovísa var ekki alveg að gúddera fyrst en varð svo alveg ástfangin eftir einn dag, sem sýnir hvað er mikilvægt fyrir börn að fá að umgangast dýr.
Við stoppuðum ekki lengi þar frekar en annarsstaðar, gistum tvær nætur en þetta er langt ferðalag svo einungis varð 1 dagur til að gera e-ð. En það er æðislegt að koma á þessar slóðir og lifa smá nostalgíu.

Á miðvikudeginum hringdi svo Dóra sem er unnusta Hólmars tengdapabba og vildi endilega fá okkur til Egilstaða þar sem ekki var líklegt að við myndum hittast í þessari ferð. Við vorum að sjálfsögðu mikið meira en til í það og flug var bara bókað med det samme og við flugum eftir hádegi á föstudeginum.
Þegar við lentum var þessi svaka veisla í startholunum og kannski má segja að ostar og skinkusalat með heimabökuðu brauði hafi þjófstartað smá;) En tilefnið var fertugs afmæli Dóru. Um kvöldið var svo fullt af fólki komið saman til að eta, drekka og vera glatt. Yndislegt alveg.
En því miður þá var ekki hægt að stoppa lengi og fórum við á Laugardagskvöldinu í flug aftur, áttum samt afskaplega notalegan dag og eftirmiðdegi í sólinni fyrir austan.

Svo á sunnudeginum fórum við til Hveragerðis til að hitta ömmu Laugu og afa Egil, sem eru föður amma og afi Gunnellu. ÞAð var nú enn ein veislan á borðum vöfflur með öllu og svaka terta. Það var gott að geta hitt þau aðeins en það var auðvitað allt of stutt. Svo má líka nefna það að fyrir utan að hitta þau þá var það bezta við þessa ferð kjötsúpan sem hún Lauga mín matreiddi kvöldið áður, Mmmmmmmmm.... ekkert Ísland án kjötsúpu ; )

En það má nú alveg segja frá því að hún Lovísa okkar var alveg ótrúlega dugleg á öllu þessu ferðalagi. Það var ekki einu sinni sem hún kvartaði eða vældu útaf stressinu í okkur og þá er alveg sama hvort um er að ræða millilanda eða innanlandsflug, bílferðir eða göngutúrar. Hún sönglaði og blaðraði sig bara í gegnum þetta allt saman :D

En við getum bara ekki þakkað nóg fyrir okkur og ef ég er að gleyma einhverju eða einhverjum þá biðst ég afsökunar fyrirfram, en eins og ég sagði þá var þetta svakaleg dagskrá og engum tíma eytt. Það má segja að við höfum fjárfest tímanum vel í gleðibankanum... engin körfu- kúlu eða annarskonar rugl hjá okkur;)

Við Elskum ykkur öll!
Ebbi, Gunnella og Lovísa Margrét

sunnudagur, 14. júní 2009

Ísland!

Við erum að koooomaaa...

Okkur er nú alldeilis farið að hlakka til að hitta ykkur, svo ekki sé meira sagt:)

Við lendum kl 14 að staðartíma (ÍS) á þriðjudaginn, 16 júní n.k. (bara svo þetta sé á hreinu). Svo verðum við í 2 vikur, fljúgum heim að morgni þess 30sta.

Auðvitað langar okkur að hitta alla og helst oftar en einu sinni, en það verður nú eins og alltaf e-ð sem kemur uppá. Þessvegna viljum við endilega að þið hringið bara þegar ykkur langar, þið væruð ekkert að ónáða, og við getum þá annaðhvort hist þá eða bara hagrætt dagskrám;)
Tíminn er bara svo fljótur að líða í svona ferðum að maður er bara allt í eina á heimleið og búinn að missa af hittingi með hinum eða þessum, sem er jú frekar fúlt.

Annars vildi ég að ég gæti sett inn e-r myndir eða myndskeið til að sýna ykkur það nýjasta en myndavéliner e-ð að stríða okkur eftir að það eina brjótanlega á "óbrjótanlegu" myndavélinni brotnaði:(
Það gerðist þannig að lokan af batteríshólfinu var opin og ég að skipta um batterí, þegar myndavélin datt og lokan smallaðist af hjörunum:(
svona er þetta bara.

jæja hlökkum til að sjá ykkur sem flest, þangað til næst:
kossar og knús
Ebbi

laugardagur, 6. júní 2009

Nei, þú hér?

Hæ þú sem ennþá lest þetta blogg okkar og vertu velkominn.

Það hefur svo sem ekki margt gerst undanfarið en ég skal reyna að segja frá því helsta hér og nú.

Ég hef haldið vinnunni og ekkert lát virðist vera á verkefnum eins og er. Þó þorir maður varla að segja það nema að enda setninguna á 7, 9 og 13. Við erum þó bara 3 eftir í vinnunni þannig að e-ð hefur það nú minnkað samt.

Ég missti móðurömmu mína þann 19 maí, en hún var orðin bæði gömul og veik.
Ég fór heim 25 til að vera við jarðarförina og kom svo heim 28. Stutt stopp það og ekki mikið verið að fara í heimsóknir þannig, nema hjá nánustu fjölskyldu auðvitað.

Við erum svo á leiðinni til Íslands þann 16. þessa mánaðar og verðum í heilar 2 vikur, svo nú er bara að vera í bandi og við mælum okkur mót. Fyrsta helgin er frátekin en annars er allt svo til opið.
Okkur hlakkar svo rosalega til að geta verið með Lovísu yfir sumartímann, bara í sumafríi en ekki í öllu jólastressinu.
Vonum að við hittum sem flesta, til þess er leikurinn jú gerður :D

Annars var nú ferðalag á okkur í gær. Danir héldu uppá þjóðhátíðardag sinn og allt var þessvegna lokað. Veðrið var ekkert spes svo ekki var hægt að sóla sig á ströndinni og ekkert sérstakt um að vera svona yfir höfuð.
Við ákváðum þessvegna, bara í gærmorgunn að skella okkur yfir eyrarsundið og til Malmö.
Fórum uppúr hádegi og eyddum deginum bara á kaffihúsum og verslunum, mjög góður dagur bara. Lovísa sofnaði reyndar ekki fyrr en kl 5 og vaknaði svo klukkutíma síðar, svoldið seint en það var orðin mikil þörf fyrir þeim lúr, svo ég segi nú ekki meira;)
Við borðuðum svo kvöldmat og lögðum af stað heim, södd og sæl með nokkra búðarpoka undir hendinni að sjálfsögðu.
Lovísa var svo hin hressasta í lestinni heim og var svo ekki sofnuð fyrr en kl 22:30... agalegir foreldrar :(
Hún var samt vöknuð kl 7 og vildi bara fara í íþróttaskólann, sem byrjar ekki fyrr en kl 10!

Slæmu fréttirnar eru þær að myndavélin okkar er í volli, reynum að redda því sem fyrst, þ.e. þegar peningarnir leyfa það.

Heyrumst svo vonandi sem fyrst og vonum að við sjáum ykkur öll í sumarfríinu.

Lov jú gæs
Ebbi

föstudagur, 20. mars 2009

Frægi vinur minn(?)

Hann Fannar vinur minn er mikill og góður tónlistamaður. Ég man eftir honum fyrst úr partýum þar sem hann sat oftar en ekki með kassagítarinn og spilaði Incubus lög eða hvað sem hver um bað, og gerði það vel. Hann er með þessa náðargáfu að geta spilað á allt og hefur tóneyra sem er jafn skarpt og dúkahnífur.
Hann hefur samt alltaf verið meira rokkari en e-ð annað fyrir mér.

Hann býr núna í Barcelona þar sem hann hefur kynnst öðrum svona snillingi nema hvað að hann er svona "rafrænn" tónlistarmaður, hann gæti tildæmis ekki spilað unplugged (HAHAHA, smá brandari sem ég varð að luma inn)
Það kom mér því svolítið á óvart þegar hann sagði mér að þeir félagar væru farnir að gera tónlist saman.
En ætla þetta sé ekki eins og þegar kokkar taka hráefni til prufu og blanda saman súkkulaði og lambakjöti og úkoma virkar ekki bara heldur slær í gegn!

Fannar(IS) og Cristiano(IT) skipa nú hljómsveitina Plastik Joy og hef ég heyrt plötuna þeirra 3:03 og líkar mjög vel, Fannar kallaði þetta Acoustic Elektro (annars held ég að tónlistarmenn í dag vita ekkert hvernig á að skilgreina tónlist því það er búið að fara með skilgreiningarnar út um allt).

Ég vísa áhugasömum á síðuna þeirra og vona svo að þið njótið! (hönnunsíðunnar er listaverk út af fyrir sig svo ég mæli með að fólk leiki sér aðeins með músina, hint,hint)

þeir eru líka með myspace

Fannar er ekki bara afbragðs tónlistamaður, hann er líka myndarmenni sem leggur mikið upp úr hreinlæti og góðri tannhirðu

miðvikudagur, 18. mars 2009

Ég vissi að það væri hættulegt að ég væri að verða 27 ára!!

Andlega hrörnunin byrjar við 27 ára aldur....

http://mbl.is/mm/folk/frettir/2009/03/17/andlega_hrornunin_byrjar_vid_27_ara_aldur/?ref=fpverold

þriðjudagur, 17. mars 2009

Gott er þá vel gengur.

...Nú er gólfið þurrt ;)

Ég ætla auðvitað að byrja á að segja að Lovísa hefur það mjög gott eftir vel lukkaða aðgerð á þriðjudaginn seinasta. Það sem átti að vera c.a 3 dagar urðu svo bara einn.
Lovísa fór með Gunnellu á þriðjudaginn kl 9 og hún átti að fasta fram að aðgerð og fara í blóðprufu og þess háttar undirbúning, nema hvað að aðgerðinni frestaði alltaf og enn fastaði Lovísa (Gunnella auðvitað líka þar sem það er ekki alveg málið að borða fyrir framan fastandi barn!) Þær voru þessvegna ekki alveg í essinu sínu þegar hjúkkurnar sögðu alltaf seinna,seinna.
En svo loks kl 14:30 þá var komið að því, Lovísa var svæfð og aðgerðin framkvæmd. Þetta gekk svo vel og Lovísa var orðin nógu hress eftir vöknunina kl 17:30 (hún borðaði á spítalanum) að við vorum bara komin heim fyrir kvöldmat, ekki slæmt það!
Hún var svo heima það sem eftir var vikunnar og á að vera á súklalyfjum í mánuð og þá er skoðun uppá spítala til að athuga hvort allt sé ekki eins og það á að vera.
Svo nú vonum við bara að þetta ævintýri sé bara búið og þetta hrjái hana ekki framar.


Lovísa hress uppá spítala

En að baki er afar góð helgi, Katrín og Fannar voru í köben og því var skellt í eitt stykki matarboð með íslensku innflytjendunum vinum okkar. Dagurinn byrjaði snemma fyrir okkur strákana en við settumst niður yfir öl og bolta... ölinn var góður;)
Eftir leikinn þá söðluðum við fjórmenningarnir fákana og versluðum það sem vantaði fyrir kvöldið. Ég ætlaði að elda kjúkling í karrýsósu from scratch eins og sagt er og það þýðir að allar nýlenduverslanir á Istegade voru kembdar í leit að kóríander fræum, turmiac, sinnepsfræum, karrýblöðum og fenugreek fræum, þetta tók 2 daga að finna (grínlaust!) og það síðast nefnda fannst ekki fyrr en við félagar skiptum liði og leituðum í hverri einustu búð á þessum slóðum!
Eftir ánægjulega og afkastamikla búðarferð/hjólatúr komum við heim og fengum okkur kaffi og ég hófst handa við þessa matreiðslutilraun:)
Þetta hófst svo á endanum og var árangurinn hreint afbragð, þó ég segi sjálfur frá, smá hnökrar í að tvöfalda uppskriftina þar sem Jamie Oliver er svo léttur á því að segja 1-2
vínglös af vatni, hvað er það. En allaveganna stórgott og ekki skemmdi fyrir Malteasers/vanilluís/kaffi eftirrétturinn sem F+K töfruðu fram.
Svo var spilað, sungið og kjaftað það sem af var nóttinni, yndislegt alveg :)

Takk fyrir kæru vinir.

Ebbi "Oliver" að smakka til
Girnilegt Mmmm...JÁ!
Fleiri myndir má svo sjá hér

miðvikudagur, 18. febrúar 2009

Skúra skrúbba og bóna

Hvað er sniðugra en að setjast niður og blogga á meðan maður er að bíða eftir að gólfið þorni??

En jæja og já það er víst komið að því að ég segi ykkur eitt og annað um okkur.

Byrjum á Ebba(hann er auðveldastur) Hann er bara á fullu að vinna. Bæði í sinni föstu vinnu og svo fékk hann smá aukaverk sem hann fer í eftir vinnu. Þannig að Ebbi=vinna

Lovísa er bara að blómstra, hún stækkar og stækkar. Er farin að tala fullt bæði á íslensku og dönsku. Er algjör dundari, finnst fátt skemmtilegra en að leika við dúkkurnar, elda matinn, lita, púsla og lesa. hún semsagt leikur sér endalaust og er aldrei dauður púnktur hjá henni.( já og svo verður að ganga frá, hún er sko með það á hreinu;)Hún talar allan daginn og ef hún er ekki að tala þá er hún að syngja og ef hún kann ekki textan þá er bara búinn til nýr. Hvað get ég sagt ykkur meir hún er bara dásamleg í alla staði.
Rosalega dugleg að taka lyfin sín og já þegar ég vaknaði í morgun þá var hún búin að leggja á(dóta)borð, búa um rúmmið sitt og sagði "mamma það er komin dagur, Þú ert búin að lúlla lengi. Er ekki komin matur"
hehehe já algjör snúlla.

Ég er í viku fríi núna frá skólanum.
Svo byrja ég aftur á mánudaginn og þá verður svaka törn til páska. Hlakka bara til þess;)
Mér gengur rosalega vel og fæ ég alveg að heyra það frá kennurum og samnemendum, veit samt ekki alveg hvað það er sem ég geri sem er svo frábært!! En það er bara gott á meðan það er híhí
Ég veit að þið viljið örugglega heyra meira frá því hvað ég er að gera í skólanum en það er bara svo erfitt að útskýra og enn erfiðara að skrifa það niður.
En ég er alltaf til í að taka langt spjall við ykkur og þá getið þið fengið mína skólagöngu í smáatriðum;)
Jæja gólfið er orðið þurrt og ég er það eina í öllu húsinu sem lyktar illa svo ég ætla að drífa mig í sturtu og fara svo að sækja Lovísu á vuggustuenn.
Ef þið hafið einhverjar spurningar þá bara um að gera að spyrja í comment.

Elska ykkur
knús